Bako Ísberg

Afgreiðslutími virka daga: 08:30 - 16:30
Sími: 595-6200 Tækniþjónusta: 825-6260

Einn aðili margar lausnir

Þjónusta & Ráðgjöf

Bako Ísberg ehf er þjónustufyrirtæki fyrir veitingahús, hótel, bakarí, mötuneyti o.s.frv. Við bjóðum upp á heildarlausnir fyrir stóreldhús allt frá, minnstu áhöldum yfir í stærstu tæki og vélar fyrir bakara og matreiðslumenn, vinnufatnað, innréttingar, borðbúnað ofl. ofl.

Raftæki sem Bako Ísberg ehf flytur inn eru með CE merkingu og fjöldi birgja okkar hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og vottanir hver á sínu sviði.

Frá upphafi höfum við lagt áherslu á að bjóða úrvals vörur á hverju sviði og skila þekkingu á notkun og möguleikum tækjanna áfram frá framleiðandum þeirra til viðskiptavina okkar, notendum tækjanna. Fyrirtækið hefur umboð fyrir flesta af þekktustu birgjum á þess sviði og leggur mikla áherslu á að velja sér birgja sem sérhæfa sig í framleiðslu á einni vörutegund. Meðal slíkra birgja má nefna Rational, Winterhalter, Irinox, Björn Varimixer, Villeroy&Boch, Steelite, Libbey og fleiri.

Þjónustuþættir Okkar

ALLTAF Á VAKT

Bako Ísberg starfar í rúmgóðu og fallegu húsnæði að Höfðabakka 9, sem undirstrikar þann ásetning okkar að veita viðskiptavinum okkar góða þjónustu á öllum sviðum. Formlegur opnunartími er frá kl. 08.30 til kl. 16.30. Utan þess tíma viljum við gjarnan leysa úr verkefnum sem upp kunna að koma og þá geta viðskiptavinir okkar haft samband í farsíma starfsfólks eða með tölvupósti. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að leysa þau verkefni sem við er að fást utan hefðbundins opnunartíma.

AÐEINS ÞAÐ BESTA

Starfsemi Bako Ísberg ehf er í nokkrum meginsviðum, hönnun og ráðgjöf, sala og þjónusta og síðast en ekki síst fyrirbyggjandi viðhald og önnur almenn viðhaldsþjónusta. Innan hvers sviðs bjóðum við uppá heildarlausnir, til dæmis fyrir stóreldhús, allt frá hönnun eldhúsa yfir í stærstu tæki , véla fyrir bakara og matreiðslumenn, vinnufatnað, innréttinar fyrir hótel og veitingastaði, borðbúnað, húsgögn og margt fleira. Við erum með flest af því sem þarf til þess að reka hótel, veitingahús, bakarí, mötuneyti og eldhús.

LEIÐANDI FYRIRTÆKI

Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í þjónustu við fyrirtæki sem starfa á bakara-, hótel- og veitingamarkaði. Við einbeitum okkur að því að bjóða gæðavörur á sanngjörnu verði. Við viljum skara fram úr í þjónustu við viðskiptavini okkar. Við bjóðum aðeins það besta! Við höfum ávallt að leiðarljósi að eiga í samstarfi við þekktustu birgjana á hverju sviði til þess að geta boðið viðskiptavinum okkar það besta sem völ er á hverju sinni. Við stefnum ávallt að því að vera fyrsti valkostur þeirra sem starfa á þeim sviðum sem við einbeitum okkur að.

MIKIÐ ÚRVAL, SKJÓT ÞJÓNUSTA

Við leggjum okkur fram við að eiga til á lager sem flestar af þeim vörutegundum sem við bjóðum. Vörum er ekið út daginn eftir að þær eru pantaðar. Æskilegt er að panta tímanlega þannig að ráðrúm gefist til þess að taka til þær vöru sem óskað er. Við stuðlum að auknum áreiðanleika og betri þjónustu viðskiptavina okkar með því að leggja áherslu á stuttan viðbragðstíma þegar eitthvað kemur upp á og hafa ávallt stóran varahlutalager. Þannig getum við brugðist við nánast hverju sem er, hvenær sem er.

ÞEKKING, ÞJÁLFUN OG ÞJÓNUSTA

Bako Ísberg ehf hefur séð veitingageiranum fyrir tækjum og búnaði í áratugi. Við leggjum mikla áherslu á að hver einasti viðskiptavinur fái þau tæki sem þörf er á fyrir viðkomandi rekstur og að notendur tækjanna geti nýtt þá tækni og möguleika sem tækin okkar bjóða uppá. Þannig eykst skilvirknin í rekstri þeirra fyrirtækja sem nota tækin, nýtingin verður betri og afraksturinn eftir því. Við leggjum mikinn metnað í að þjálfa starfsfólk okkar, bæði í notkum og viðhaldi tækjanna sem við flytjum inn og seljum. Við tökum að okkur hönnun og ráðgjöf við val á innréttingum fyrir veitingastaði, bari, hótelmóttökur og hótelherbergi. Fjölmargir gestir, erlendir sem innlendir, hafa notið þess að dvelja á fallegum, vel búnum og þægilegum hótelum. Við erum stolt af því að eiga þar hlut að máli. Ánægjustundirnar þínar eru okkar bestu laun.

ÖFLUG VIÐHALD, SÉRHÆFÐIR VIÐHALDSMENN

Allur tækjabúnaður þarf reglububdið viðhald. Eitt af því sem við leggjum áherslu á, til að tryggja viðskiptavinum okkar ávallt það besta, er öflug og skjót viðgerðar- og viðhaldsþjónusta. Starfsmenn Bako Ísberg ehf á sviði viðhalds eru sérhæfðir í að þjónusta þau tæki sem Bako Ísberg ehf flytur inn og selur. Til þess að viðhalda þekkingu og vera ávallt reiðubúinn til að fást við jafnt óvæntar bilanir sem og eðlilegt viðhald leggjum við mikið uppúr endur- og símentun þeirra starfsmanna sem sjá um þann hluta starfseminnar. Þeir sækja reglulega námskeið hjá framleiðendum tækjanna. Áreiðanleiki, stöðugleiki og hraði í afgreiðslu skipta miklu máli í rekstri þeirra fyrirtækja sem skipta við Bako Ísberg ehf, hvort sem þau eru hótel, veitingahús, bakarí, mötuneyti, skyndibitastaðir, verslanir, skipaflotinn eða aðrir.

ÁRATUGA REYNSLA, MIKIL ÞEKKING

Fyrirtækið hefur því láni að fagna í gegnum tíðina að eignast trygga viðskiptavini enda hafa þeir ávallt verið settir í fyrsta sæti og starfsemin miðuð við að veita heildarlausnir, leysa verkefni sem upp koma og veita skjóta þjónustu. Árangur okkar og ánægja viðskiptavina okkar í gegnum tíðina byggist hins vegar ekki á að líta í baksýnisspegilinn, heldur hinu að leita framsýnna lausna sem auka afkomumöguleika þeirra fyrirtækja sem við þjónustum. Við höfum lagt áherslu á gott samstarf við þær fagstéttir sem nota áhöld og tæki frá okkur svo sem með stuðningi við fagfélög, klúbba og fagskóla.